Um ferðina
Tindfjallajökull er ótrúlega fallegur staður sem ekki margir fara á. Þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja ekki vera þar sem allir eru. Jökullinn er staðsettur á suðurströndinni, á milli Heklu og Eyjafjallajökuls. Gangan tekur 5-7 klukkstundir alls.
Fyrst hittumst við á N1 á Hvolsvelli og förum á jeppa að fjallsrótum, bílferðin tekur 70 mínútur. Gangan byrjar í um 900m.y.s. hæð hjá Tindfjallaskála.
Byrjað verður á því að labba á tindinn Saxa sem er á leiðinni á Ými.
Eftir Saxa er stigið á jökulinn sem er ekki stór eða um 19km2. Á heiðskýrum degi sést Ýmir vel ásamt fjöllum sem eru í kring, eins og Mýrdalsjökull, Eyjafjallajökull og Þríhyrningur. Gangan upp á Ými er ekki tæknileg en krefst mannbrodda og ísexi. Ýmir rís 1462m.y.s. og hefur eitt stórkostlegasta útsýni á suðurströndinni.
Þegar á toppinn er komið er tekið gott stopp til að njóta útsýnisins, taka myndir og borða. Næst á dagskrá er tindurinn Ýma sem er 1448m.y.s. Gengið verður svipaða leið til baka í bílinn. Gangan sjálf tekur um 5-7klst í heild sinni.
Tindfjallajökull er jökull á suðurhluta Íslands. Hann þekur um 19km2, hæðsti tindur er Ýmir 1462m. Síðasta eldgos í Tindfjöllum var fyrir um 54.000 árum, hægt er að sjá gíginn sem myndaðist við þetta sprengigos. ATH. Tindfjöll hafa sitt eigið veðurkerfi, þannig gott er að hafa góðan útbúnað.
Lengd göngu: 5-7 klukkustundir
Erfiðleikastig: 3/5
Lágmarksaldur: 13 ára
Fjöldi: Lágmark 2 í hóp – hámark 6 manns
Tímabil: Vor - sumar - haust
Bílfar: Ekki í boði
Mætingarstaður: N1 á Hvolsvelli
Mætingartími: 10:00 10:00
Við útvegum þér:
- Allan jöklabúnað
- Mannbrodda
- Ísexi
- Línur
- Karabínur
- Klifurbelti
- Leiðsögumann
Þú þarft að taka með:
- Hlý föt
- Regnjakka
- Dún- eða primaloft jakka (gott í nestispásum)
- Gönguskó
- Húfu & hanska
- 20-30l bakpoka
- Mat og drykk fyrir gönguna
- Sólgleraugu
- Göngustafi (ekki nauðsynlegt)
Hægt er að leigja suma af þessum hlutum hjá okkur.
Veðurfar á Íslandi
Það kemur flestum ekki á óvart að veður á Íslandi er mjög breytilegt. Ef veðurspáin er ekki góð fyrir áætlaðan toppadag færum við ferðina ef þið getið ekki farið á öðrum degi, endurgreiðum við ferðina.