Komdu með okkur og upplifðu jökla og tinda landsins.
Við hjá North Ice ætlum að bjóða uppá fjögurra mánaða pakka sem ætti að koma ykkur í gott form og hjálpa ykkur að ná markmiðum ykkar á fjöllum.
Við bjóðum uppá létt æfingaprógrömm og aðgang að leiðsögumönnum okkar sem svara þeim spurningum sem upp koma.
Farið verður yfir hluti eins og útbúnað fyrir jökla og hvað þarf að hafa meðferðis þegar farið er til fjalla.
Fyrir þá sem ekki eiga jöklabúnað útvegar North Ice nauðsynlegan búnað.
Hér að neðan er áætlað tímaplan með fyrirvara um breytingar. Jöklaferðir eru þó einnig í boði á öðrum tímum eftir nánara samkomulagi við leiðsögumann. Farið verður á Esjuna kl 18:00.
ATH: Fólk þarf að koma sér á staðinn.
Lágmarks fjöldi: 7manns
Kynning í gegnum netið – 5. febrúar 2022
Esjan æfing – 8. febrúar 2022
Móskarðshnjúkar – 19. febrúar 2022
Sólheimajökull – 5. mars 2022
Skessuhorn – 19. mars 2022
Esjan æfing – 29. mars 2022
Spjall kvöld í gegnum netið, spurningum svarað – 5.apríl 2022
Snæfellsjökull – 14. apríl 2022
Eyjafjallajökull – 23. apríl 2022
Esjan æfing – 26. apríl 2022
Hvannadalshnúkur – 7. maí 2022
Kynning í gegnum netið.
Netspjall þar sem farið verður yfir, dagskrá næstu vikur, ásamt því að fólk getur spurt okkur spurninga varðandi útbúnað og aðra hluti tengda ferðum.
Við skráningu fær viðkomandi email með upplýsingum hvernig nálgast skal netfundi hjá okkur ásamt fundartíma.
Esjan æfing – 8. febrúar 2022 þriðjudagur
Mæting kl. 18:00 og labbað verður í samfloti upp að steini. Frábær æfing sem skilar sínu. Hér fær fólk tækifæri á að finna hvað virkar og hvað ekki fyrir þau persónulega í fjallagöngu.
Móskarðshnúkar – 19. febrúar 2022 laugardagur
Mæting kl 10:00 við bílaplanið hjá Móskarðshnúkum. Þetta er að okkar mati eitt skemmtilegasta fjall í nágrenni Reykjavíkur. Frábær æfinga fyrir komandi fjöll.
Sólheimajökull – 5. mars 2022 laugardagur
Mæting kl 10:30 á bílaplanið við Sólheimajökul. Þessi dagur er ómissandi fyrir þá sem vilja læra á jöklabúnað eins og mannbrodda, ísexi og hvernig á að ganga í línu. Farið verður yfir hvaða búnað þarf að hafa meðferðis og hverju við mælum með.
Skessuhorn – 19. mars 2022 laugardagur
Mæting kl. 9:00 við bílaplan rétt hjá bænum Horn. Þetta er lengsta gangan utan jökla sem við bjóðum upp á. Frábært fjall sem við hvetjum alla til að toppa. Vetrarferð á Skessuhorn krefst mannbrodda og ísexi svo þetta er frábært tækifæri til að læra betur á þann búnað áður en farið verður á hájökla.
Esjan æfing – 29. mars 2022 þriðjudagur
Mæting kl. 18:00, nú eru allir komnir í betra form og fara létt með gönguna, gott að finna muninn og hrista hópinn enn betur saman fyrir næstu fjallgöngur.
Kvöldspjall í gegnum netið, spurningum svarað – 5. apríl 2022 þriðjudagur
Fundur í gegnum netið, farið verður yfir ferðir sem búnar eru og næstu ferðir. Við svörum öllum spurningum sem brennur á fólki.
Snæfellsjökull – 14. apríl 2022 fimmtudagur fyrir föstudaginn langa
Mæting kl. 10:00. Þetta er fyrsti hái jökullinn sem verður farið upp á í þessari dagskrá. Snæfellsjökull er eitt besta æfingarfjall fyrir Hvannadalshnúk og við hvetjum alla til að fara þangað áður en farið verður á hnúkinn. Nú ættu flestir að vera kunnugir mannbroddum, ísöxum og að labba í línu.
Eyjafjallajökull – 23. apríl 2022 laugardagur
Mæting 9:00 við Seljavallalaug. Annar jökullinn sem stefnt er á í þessu prógrammi er ekki að verri gerðinni. Krefjandi en skemmtileg ganga á einn fallegasta jökul landsins.
Esjan æfing – 26. apríl 2022 þriðjudagur
Mæting kl 18:00 og labbað verður í samfloti upp að steini. Núna ættu flestir að vita hvað virkar fyrir þá á fjöllum.
Hvannadalshnúkur – 7. maí 2022 laugardagur
Mæting ákvörðuð þegar nær dregur. Stefnan er tekinn á hæsta tind landsins. Eftir síðustu mánuði ættu allir að vera nokkuð vel undirbúnir fyrir þetta verkefni.