Klettaklifur

Klettaklifur er frábær útivera fyrir alla fjölskylduna. Við gerum engar kröfur um að þú sért atvinnumaður í klifri. Þetta er ætlað þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í útiklifri.

Fjölspannaklifur

Það er fátt skemmtilegra en klettaklifur á góðum degi. Þetta er fyrir einstaklinga með einhverja reynslu í klifri.

Skessuhorn

Skessuhorn er eitt fallegasta og tignalegasta fjall í nágrenni Reykjavíkur. Norð-vestur hryggurinn á Skessuhorni er frábært klifur fyrir þá sem vilja ekki fara sömu leið og allir hinir.

Ísklifur og jöklaganga

Ísklifur er frábær skemmtun fyrir fjölskylduna eða vinahópinn. Sólheimajökull gerir okkur kleift að stunda ísklifur allt árið, sem er einstakt.

Hraundrangi

Hraundrangi er áberandi tindur vestan megin í Öxnardal, 40 mín frá Akureyri. Hann stendur í 1075m.y.s. og var til ársins 1956 talinn óklifanlegur.

Þumall

Þumall blágrítisdrangur er 1279m.y.s. og rís upp úr suðurhluta Vatnajökuls. Hann var fyrst klifinn árið 1974 og fær ekki marga gesti yfir árið.