Upplýsingar

Hvað þarf ég að hafa meðferðis?

Útbúnaður fyrir fjallaferðir á Íslandi skiptir miklu máli fyrir öryggi og þægindi. Ef fólk hefur ekki réttan útbúnað getur leiðsögumaðurinn bannað þeim aðila að koma með af öryggis ástæðum. Munið að allt sem sett er í bakpokann þarf að bera allan daginn.

 

Fatnaður - Ekki Bómul

Skór: Góðir leðurgönguskór eru nóg fyrir alla tinda á íslandi. Ef þú átt plastskó virka þeir lika. Ekki kaupa skó deginum fyrir brottför, hælsæri getur skemmt daginn fyrir þér.

Legghlífar : Legghlífar eru ekki nauðsynlegar.

Sokkar - Gerviefni, athugaðu hvort sokkarnir séu þægilegir í skónum. Allir sokkar breyta stærð fóta. EF það er mögulegt er Bridgedale og Smart Wool góðir.

Föðurland–- Capaline, bergaline, merino, polypro.

Móðurland : Þunnur síðerma ullarbolur er frábært fyrstalag. Best er að hafa þessa boli í ljósum lit út af hita.

Göngubuxur - Softshell eða sambærilegt

Regnjakki með hettu : Gore-tex eða sambærilegur fatnaður.

Regnbuxur : Gore-Tex eða sambærilegt.

Flíspeysa : Flíspeysa er gott millilag, nokkuð létt en pakkast illa.

Dúnúlpa / Primaloftúlpa: Gott að hafa til að fara í þegar stoppað er. Hafið í huga ef dúnn blotnar missir hann allt einangrunargildi. Primaloft heldur sínu gildi þótt hann blotni.

Hanskar : Leður eða flíshanskar virka vel. Gott er að hafa Gore-Tex hanska eða sambærilegt ef það byrjar að rigna.

Húfa : Flíshúfa, derhúfa, Buff

Þurrpokar: Þurrpokar eru góðir til að halda öllu sem er í bakpokanum þurru. Það er líka hægt að nota svarta ruslapoka.

Regn cover fyrir bakpokan er ekki frábær kostur. Ef það er vindur er þetta alltaf að fjúka af.

Drykkjarkerfi : Camel packs virka vel. við mælum með tveim 1L vatnsflöskum.

Bakpoki: 20-30 L. Verið viss um að bakpokinn passi ykkur og að hann sé þægilegur.

Sólgleraugu : Nauðsynlegur búnaður. Góð gleraugu gera ótrúlega hluti. Skíðagleraugu virka líka.

Göngustafi

Sólarvörn: Það er ekkert grín að brenna í framan.

 

Erfiðleikastig

Auðvelt: 1
Hentar flestum sem eru við góða heilsu. Göngu tími 2-4 klst.

Miðlungs: 2
Fyrir þá sem stunda göngur reglulega og eru vanir slóðum upp og niður. 4-6klst

Krefjandi: 3
Fyrir þá sem eru vanir að labba á fjöll svo sem Esjuna eða sambærilegt. 6-8klst á dag.

Erfitt: 4
Fyrir þá sem eru vanir útiveru og löngum dögum. 8-12 kls
Verður að geta borðið bakpoka allan daginn.

Mjög erfitt: 5
Fyrir þá sem vilja alvöru áskorun. 12-16+ klst á dag. Mögulega klifur

 

Bókunarskilmálar

Ef við hættum við ferðina vegna veðurs, getur þú fengið endurgreitt eða valið að fara í ferðina á öðrum degi.

Ef þú hættir við ferð:
Mánuði fyrir ferð, 100% endurgreitt
3 vikum fyrir ferð, 80% endurgreitt
2 vikum fyrir ferð, 70% endurgreitt
1 viku fyrir ferð, 50% endurgreitt
6-1 dag fyrir ferð, 0-20% endurgreitt

Mismunandi milli ferða

Ef þú vilt meiri upplýsingar skaltu ekki hika við að hringja eða senda okkur vefpóst fyrir frekari svör 🙂

Fyrir nánari upplýsingar info@northiceexpeditions.is