20210504_153013

Eyjafjallajökulsganga

1651metrar

Um ferðina

Eyjafjallajökull er sennilega frægasta fjall Íslands eftir gosið 2010. Jökullinn krónir yfir önnur fjöll á suðurströndinni í 1651m.y.s. Þetta er tilvalin dagsferð frá Reykjavík og fullkomið fjall til að toppa næst.

Ferðin hefst á bílastæðinu við sundlaugina hjá Seljavöllum. Fyrsti partur ferðarinnar er nokkuð brattur en eftir hverja brekku eru hvíldarþrep. Við förum fram hjá nokkrum lækjum þar sem hægt er að fylla á vatnsflöskuna.

Þegar komið er að jökulrótum borðum við nesti og förum yfir notkun jöklabúnaðarins, broddarir eru settir á og allir festir á sömu línu.

Uppgangan á jökli tekur 2-3 tíma sem endar á sléttu. Þá sést hæsti punktur jökulsins, Hámundur sem tekur 30-50mínútur að komast upp á.

Svo er gengið aftur niður og það er tilvalið að hafa með sér sundföt og slaka á í Seljavallalaug.

Eyjafjallajökull er staðsettur norðan við Skóga og vestan við Mýrdalsjökul. Eldfjallið fræga er undir jökulbreiðu en hæsti punkturinn er 1651m. Eldfjallið gýs nokkuð reglulega en síðast gaus það 2010.

 

Lengd göngu: 8-10 klukkustundir

Ascent: 1900 meters

Distance: 15km

Erfiðleikastig: 4/5

Lágmarksaldur: 13 ára

Fjöldi: Lágmark 2 í hóp – hámark 6 manns

Tímabil: mai – june

Mætingarstaður: Seljavallarlaug: Gps: 63.566401°N, -19.609137°V

Meeting time:  8:00

 

 

Við útvegum þér:

  • Allan jöklabúnað
  • Mannbrodda
  • Ísexi
  • Línur
  • Karabínur
  • Klifurbelti
  • Leiðsögumann

Þú þarft að taka með:

  • Hlý föt
    • Regnjakka
    • Dún- eða primaloft jakka (gott í nestispásum)
  • Gönguskó
  • Húfu & hanska
  • 30-40L  backpack
  • Mat & drykk fyrir gönguna
  • Sólgleraugu
  • Göngustafi (ekki nauðsynlegt)

Hægt er að leigja suma af þessum hlutum hjá okkur.

Veðurfar á Íslandi
Það kemur flestum ekki á óvart að veður á Íslandi er mjög breytilegt. Ef veðurspáin er ekki góð fyrir áætlaðan toppadag færum við ferðina ef þið getið ekki farið á öðrum degi, endurgreiðum við ferðina.

Loading...

Fyrir nánari upplýsingar info@northiceexpeditions.is