20230605_132359

Þumall - ganga og klifur

1279metrar

Um ferðina

Þumall blágrítisdrangur er 1279m.y.s. og rís upp úr suðurhluta Vatnajökuls. Hann var fyrst klifinn árið 1974 og fær ekki marga gesti yfir árið.

Þar sem ekki er hægt að keyra að Þumli reiknum við með tveimur dögum í gönguna. Fyrsta daginn hittumst við í Skaftafelli og göngum inn Morsárdal og tjöldum undir Hnútudalshæðinni. Þar söfnum við orku fyrir morgundaginn.

Við byrjum annan daginn snemma frá tjaldsvæðinu og göngum upp Hnútudalinn og stefnum að jöklinum. Þar setjum við á okkur broddana og farið í línu og gengið norður hliðina á Þumli upp jökulbreiðu. Að lokum er klifrað í 2-3 klst upp á topp Þumals þar sem útsýnið er magnað. Eftir það er gengið aftur niður að tjaldbúðunum, pakkað niður og gengið út Morsárdal að Skaftafelli.

Við mælum með að taka gönguna á þremur dögum

Dagur 1.Keyra á Skaftafell, ganga út Morsárdal og tjalda.
Dagur 2.Toppadagur 10-13 klst
Dagur 3.Pakka niður í Morsárdal og ganga í Skaftafell.

 

Lengd klifurs: 3-4 klukkustundir
Upphækkun: 120 m.
Gráða:
III 5.5 /5.6

Erfiðleikastig: 5/5

Lágmarksaldur: 16 ára

Fjöldi: Lágmark 2 í hóp – hámark 4 manns.

Tímabil: Maí til september

Bílfar: Ekki í boði

Mætingarstaður: Í Skaftafellsþjóðgarði, upplýsingarmiðstöðin.

Mætingartími:  12:00

 

Við útvegum þér:

  • Klifurbúnaður
  • Hjálma
  • Línur
  • Klifurskó
  • Klifurbelti
  • Leiðsögumann
  • Tjöld
  • Dýnur
  • Eldunargræjur
  • Þurrmatur
  • Kaffi og te

Þú þarft að taka með:

  • Hlý föt
    • Regnjakka
    • Dún- eða primaloft jakka (gott í nestispásum)
  • Gönguskó
  • Húfu & hanska
  • 20-30l bakpoka
  • Svefnpoka
  • Mat & drykk fyrir gönguna
  • Sólgleraugu

Hægt er að leigja suma af þessum hlutum hjá okkur.

Veðurfar á Íslandi

Það kemur flestum ekki á óvart að veður á Íslandi er mjög breytilegt. Ef veðurspáin er ekki góð fyrir áætlaðan toppadag færum við ferðina ef þið getið ekki farið á öðrum degi, endurgreiðum við ferðina.

Loading...

Fyrir nánari upplýsingar info@northiceexpeditions.is